Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 29. apríl 2016 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 8. sæti
Haukum er spáð 8. sætinu.
Haukum er spáð 8. sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Haukar 117 stig
9. Leiknir F. 73 stig
10. Selfoss 71 stig
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig

8. Haukar
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í 1. deild

Haukar komu á óvart í 1. deildinni í fyrra. Hópurinn var nánast einungis skipaður uppöldum Hauka strákum í kringum tvítugt. Undir stjórn Luka Kostic gerði liðið fína hluti og endaði í 6. sæti eftir að hafa verið ekki langt frá toppbárattunni undir lokin. Björgvin Stefánsson fór frá Haukum til Vals í vikunni og það er mikil blóðtaka fyrir liðið.

Þjálfarinn: Luka Kostic er að fara inn í annað tímabil sitt sem þjálfari Hauka. Luka er mjög reyndur þjálfari en á ferli sínum hefur hann meðal annars þjálfað U21 árs landslið Íslands, KR, Víking og Grindavík svo eitthvað sé nefnt. Þórhallur Dan Jóhannsson er honum til aðstoðar en hann þekkir vel til hjá Ásvöllum eftir að hafa endað feril sinn sem leikmaður hjá Haukum. Saman þjálfuðu þeir áður 2.flokk félagsins.

Styrkleikar: Vörnin var sterk hjá Haukum í fyrra en liðið fékk einungis á sig 28 mörk í 1. deildinni. Flestir í leikmannahópnum hafa leikið lengi undir stjórn Luka Kostic og liðið er gífurlega skipulagt en allir þekkja sín hlutverk upp á tíu. Haukar tóku átta sigra á Ásvöllum í fyrra og það er erfitt fyrir andstæðinga að sækja stig þangað.

Veikleikar: Björgvin Stefánsson skoraði 20 af 32 mörkum Hauka í fyrra og hann er horfinn á braut. Það er ótrúlega mikil blóðtaka. Einungis tveir nýir leikmenn hafa bæst í hópinn frá því á síðasta tímabili og spurning er hvort að hópurinn sé nægilega sterkur eftir brotthvarf Björgvins. Breiddin í hópnum er einnig nokkuð stórt spurningamerki.

Lykilmenn: Aron Jóhannsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Terrance William Dieterich.

Gaman að fylgjast með: Arnar Aðalgeirsson er ungur framherji sem var talsvert að glíma við meiðsli í fyrra. Mikilvægt er fyir Hauka að hann stígi upp eftir brotthvarf Björgvins.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Elton Renato Livramento Barros frá Selfossi
Haukur Ásberg Hilmarsson frá Val á láni

Farnir:
Andri Fannar Freysson í Njarðvík
Björgvin Stefánsson í Val á láni
Darri Tryggvason hættur
Magnús Þór Gunnarsson (ÍH)
Marteinn Gauti Andrason

Fyrstu leikir Hauka:
6. maí Grindavík - Haukar
14. maí Haukar - KA
20. maí Fram - Haukar
Athugasemdir
banner
banner
banner