Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. apríl 2016 18:25
Elvar Geir Magnússon
Theodór Elmar og félagar töpuðu þriðja leiknum í röð
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Theodór Elmar Bjarnason og félagar í AGF hafa tapað þremur leikjum í röð í dönsku úrvalsdeildinni. Þar á undan gerði liðið tvö jafntefli svo illa gengur um þessar mundir hjá liðinu.

Liðið tapaði 1-2 fyrir Viborg í botnbaráttuslag í kvöld.

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn og fékk gult spjald í leiknum.

AGF er í næstneðsta sæti deildarinnar með 26 stig, stigi á eftir Esbjerg sem er sæti ofar. Hobro er langneðst með 12 stig.

Betur hefur gengið hjá AGF í bikarkeppninni þar sem liðið er komið í úrslitaleikinn.
Athugasemdir
banner
banner