fös 29. maí 2015 23:00
Stefán Haukur
Blatter: Ég get lagað FIFA
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA fyrr í dag og segir hann að þrátt fyrir að hann sé ekki fullkominn sé hann rétti maðurinn til að laga FIFA.

Blatter var endurkjörinn með 133 atkvæði, 60 fleiri en keppinautur hans, Prins Ali bin al-Hussein.

„Ég vil nota tækifærið til að hrósa yðar hátign, Prins Ali, því hann var verðugur keppinautur,“ sagði Blatter.

,,Ég vil einnig nota tækifærið og þakka meðlimum FIFA fyrir að kjósa að hafa mig áfram sem forseta næstu fjögur árin.“

„Ég lofa að ég mun helga mig FIFA og við munum gera þetta að sterkri og góðri stofnun. Ég get lagað FIFA,“

„Aldur minn er ekki vandamál“ bætti hann við en Blatter er 79 ára.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner