fös 29. maí 2015 17:52
Elvar Geir Magnússon
Blatter verður áfram forseti FIFA (Staðfest)
Sepp Blatter í heimsókn til Íslands.
Sepp Blatter í heimsókn til Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svisslendingurinn Sepp Blatter (79 ára) verður áfram forseti FIFA næstu fjögur árin en kosningunum var að ljúka. Prinsinn Ali Bin al-Hussein frá Jórdaníu var í framboði gegn honum en Blatter hefur verið forseti síðan 1998.

Prinsinn dró framboð sitt til baka eftir fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar þar sem Blatter fékk 133 atkvæði gegn 73.

Mikil ólga hefur verið innan FIFA og mörg spillingarmál verið í umræðunni. Í vikunni voru háttsettir menn innan FIFA handteknir vegna rannsóknar FBI.

Í sigurræðu sinni sagðist Blatter lofa því að skila góðu starfi næstu fjögur árin en eftir þau stígur hann af stóli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner