Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 29. maí 2015 11:45
Arnar Daði Arnarsson
Gauti Gautason fótbrotinn - Frá í rúmlega 7 vikur
Gauti verður frá næstu vikurnar.
Gauti verður frá næstu vikurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gauti Gautason, leikmaður KA braut bátsbein á vinstri ristinni í síðasta leik KA gegn Haukum um síðustu helgi. Þetta er mikið áfall fyrir KA sem ætla sér stóra hluti í 1. deildinni í ár.

Gauti fer í aðgerð á föstudaginn eftir viku og talið er að hann verði frá í að minnsta sex vikur eftir aðgerð.

„Ég næ restinni af tímabilinu," sagði Gauti í samtali við Fótbolta.net.

Hann braut beinið í fyrri hálfleik í leiknum gegn Haukum, í þann mund sem hann var að snúa sér við á vellinum.

„Ég reyndi að halda áfram en það var töluvert erfitt að stíga niður í löppina og ég fór út af stuttu seinna."

KA mætir Gróttu á Seltjarnarnesi á morgun klukkan 15:00 í fjórðu umferð 1. deildar karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner