Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. maí 2015 16:13
Elvar Geir Magnússon
Kosningin hjá FIFA: Ísland ætlaði í rangan bás
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er forsetakosning FIFA í fullum gangi í Zurich í Sviss. Í salnum eru tveir kosningabásar og fulltrúum aðildarfélaga FIFA vísað á hvorn básinn þeir eigi að fara í.

Kosningin er leynileg svo fulltrúarnir sýna ekki atkvæði sitt. Enskir fjölmiðlar eru með beinar textalýsingar frá kosningunum þar sem afar lítið áhugavert kemur fram.

Það merkilegasta hingað til er að fulltrúar Íslands, þar á meðal er formaðurinn Geir Þorsteinsson, ætluðu í rangan bás. Frakkinn Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, reddaði þó málunum samkvæmt textalýsingu BBC:

„Hang on; chaos! Iceland briefly don't know which booth they are going to! Jerome Valcke comes to the rescue by pointing them in the right direction. Crisis averted."

Sepp Blatter og Ali Bin al-Hussein eru í framboði. Ef annar þeirra hlýtur 2/3 atkvæða eða meira er kosningu lokið en ef hlutfallið verður minna fer fram önnur umferð. Þar þarf aðeins að fá fleiri atkvæði en keppinauturinn til að fá forsetastólinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner