fös 29. maí 2015 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Landsliðsbanni Luis Suarez líklega áfrýjað
Mun þessi leiða sóknarlínu Úrúgvæ í sumar?
Mun þessi leiða sóknarlínu Úrúgvæ í sumar?
Mynd: EPA
Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá knattspyrnu eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini leikmann Ítalíu á HM í Brasilíu síðasta sumar.

Suarez er nú búinn að sitja af sér fjögurra mánaða keppnisbannið en á hins vegar eftir að klára níu leikja landsliðsbann sem að hann var einnig dæmdur í.

Bannið gerir það að verkum að hann mun missa af Copa America sem fer fram í sumar.

Á miðvikudag, voru nokkrir háttsettir einstaklingar innan FIFA handteknir vegna gruns um spillingu, þar á meðal landi Suarez, Eugenio Figueredo.

Samtök Úgvæskra Knattspyrnumanna ætla að grípa til aðgerða eftir þessar fréttir og áfrýja banni Suarez.

„Ef að Luis Suarez gefur okkur leyfi, þá munum við áfrýja banninu. Við áfrýjum vegna þess að leikmaðurinn var dæmdur í bann af stofnun sem er grunuð um spillingu. Hann var án nokkurs vafa fórnarlamb, þessarar meintu spillingar," segir í Twitter færslu Samtaka Úrúgvæskra Knattspyrnumanna.

Suarez átti erfitt uppdráttar hjá Barcelona í fyrstu eftir bannið, en blómstraði þegar að leið á tímabilið og var hluti af ótrúlegri sóknarlínu Barcelona eða MSN (Messi-Suarez- Neymar) eins og hún er oftast kölluð.

Athugasemdir
banner
banner
banner