Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 29. maí 2015 16:40
Magnús Már Einarsson
Viðtal úr ensku úrvalsdeildinni
Marc Wilson í Reykjavík: Nóg af stöðum til að veiða
Marc Wilson, Óðinn Svansson nuddari íslenska landsliðsins og Hermann Hreiðarsson hressir í Elliðá í dag.
Marc Wilson, Óðinn Svansson nuddari íslenska landsliðsins og Hermann Hreiðarsson hressir í Elliðá í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Wilson í leik gegn Liverpool.
Marc Wilson í leik gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Marc Wilson, leikmaður Stoke City, er í heimsókn á Íslandi þessa dagana. Fótbolti.net hitti Marc í dag þegar hann var að veiða í Elliða með félaga sínum Hermanni Hreiðarssyni.

„Hermann Hreiðarsson er góður vinur minn. Við spiluðum saman hjá Portsmouth. Ég hef viljað koma hingað í 4-5 ár og ég náði loksins að koma núna. Ég hef notið tímans hér," sagði Marc við Fótbolta.net í dag.

„Við höfum farið í útsýnisferðir og við fórum til Vestmannaeyjar sem eru mjög fallegar. Ég er hissa á að ég hafi aldrei komið hingað áður, ég reikna með að koma aftur síðar."

Í golfi og veiði
Hermann og Marc kíktu til Vestmannaeyja í gær þar sem þeir æfðu með ÍBV. Marc þarf að halda sér í formi fyrir landsleiki með Írum gegn Englendingum og Skotum. Þeir félagar hafa einnig farið í golf og að veiða á Íslandi.

„Golfvellirnir eru góðir og það er gaman að veiða. Veiði er mitt helsta áhugamál fyrir utan fótboltann og það er nóg af stöðum til að veiða hér," sagði Marc en hvor er betri í golfinu, hann eða Hermann?

„Klárlega ég," sagði Marc léttur í bragði. „Stóri maðurinn er ekki slæmur. Hann hefur æft sig síðan að við mættum síðast og þetta er hörku einvígi hjá okkur."

Hrósar Hermanni í hástert
Marc spilaði með Hermanni hjá Portsmouth frá 2007 til 2010 og þeir urðu meðal annars bikarmeistarar með liðinu árið 2008.

„Hann var stórkostlegur leikmaður og hann átti stórkostlegan feril. Við náðum að smella saman frá fyrsta degi. Hann hefur verið góður vinur minn undanfarin ár og hann hjálpaði mér mikið þegar ég var ungur hjá Portsmouth."

„Ég á margar sögur af honum en ég ætla að halda þeim fyrir sjálfan mig," sagði Marc og hló. „Hann er frábær persóna og ég gæti ekki talað betur um hann. Síðan ég kom til Íslands hefur hann látið mig líða eins og ég sé heima hjá mér."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en flugur gerðu Marc lífið leitt á meðan á því stóð!
Athugasemdir
banner
banner
banner