fös 29. maí 2015 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Sherwood: Benteke ætti ekki að fara útaf EM
Cristian Benteke er eftirsóttur.
Cristian Benteke er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, segir að það væri ekki gott fyrir framherjann Cristian Benteke að skipta um félag í sumar.

Sherwood bendir á að Benteke sé lykilmaður í landsliði Belga sem eigi möguleika á að vinna Evrópumótið á næsta ári. Hann setji sæti sitt í landsliðinu í hættu ef hann skipti um félag.

Ég tel að hann ætti ekki að vera að skipta um félag ári fyrir Evrópumótið," sagði Sherwood.

EM er stórmót þar sem Belgar eru á meðal sigurstranglegustu þjóða. Að hann sé að spila fyrir Villa hefur ekki stoppað hann í að vera þeirra fyrsti valmöguleiki."

Benteke var duglegur að skora á síðari helming leiktíðarinnar og segir Sherwood að með áframhaldandi formi gæti hann endað í liði eins og Real Madrid.

Svo ef hann heldur áfram sama markahlutfalli hér og hann hefur haft síðan ég kom, ef hann endar með 25 til 30 mörk, þá á hann frábæra leiktíð og fer á EM. Hann færi síðan líklega til Real Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner