fös 29. maí 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Szczesny brjálaður út í pabba sinn
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny.
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, hefur sagt fólki að hlusta ekki á ummæli sem faðir hans lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum.

Maciej, faðir Wojciech, hefur oft gagnrýnt Arsenal og Arsene Wenger stjóra félagsins, nú síðast í vikunni.

„Ég ætti ekki að þurfa að standa í þessu daginn fyrir bikarúrslitaleikinn en faðir minn gefur mér ekki annarra kosta völ," sagði Szczesny á Facebook í dag.

„Ég hef ekki talað við hann í meira en tvö ár og ég er líkt og aðrir búinn að fá nóg af heimskulegum ummælum hans um fótboltafélagið og stjórann sem ég skulda svo mikið."

„Þess vegna bið ég ykkur um að halda ekki að ég sé á sama máli og hann. Takk fyrir skilninginn!"


Szczesny missti sæti sitt í marki Arsenal til David Ospina í byrjun árs en hann hefur þó leikið bikarleiki liðsins í vetur. Hann gæti því staðið í markinu í úrslitaleiknum gegn Aston Villa á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner