Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2015 17:12
Elvar Geir Magnússon
Þarf aðra umferð - Ljóst að Blatter verður áfram
Blatter verður áfram næstu fjögur ár en ætlar að hætta eftir það.
Blatter verður áfram næstu fjögur ár en ætlar að hætta eftir það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Sepp Blatter verði áfram forseti FIFA en hann hlaut 133 atkvæði gegn 73 atkvæðum Ali Bin al-Hussein frá Jórdaníu í forsetakjörinu.

Atkvæðagreiðslan fer í aðra umferð en Blatter þurfti sjö atkvæði til viðbótar til að tryggja sér sætið í fyrstu umferðinni.

Í 2. umferð nægir Blatter að fá fleiri atkvæði en Prins Ali.

Kosningarnar í dag hafa tekið dágóðan tíma í framkvæmd en hvert og eitt af 209 aðildarfélögum FIFA fær eitt atkvæði, sama hversu stórt knattspyrnusambandið er. Blatter hefur verið duglegur að láta peninga til smærri landa og tryggja þannig fylgi sitt.

Mikil ólga hefur verið innan FIFA og mörg spillingarmál verið í umræðunni. Í vikunni voru háttsettir menn innan FIFA handteknir vegna rannsóknar FBI en þrátt fyrir það er staða Blatter innan fótboltahreyfingarinnar gríðarlega sterk.

Rétt áður en gengið var til atkvæða héldu þeir báðir lokaræður sínar. Fyrst var það Prins Ali sem talaði um að þörf var á breytingum og svo steig Blatter í pontu en sá síðarnefndi fékk mun betri undirtektir í salnum og var mikið klappað þegar ræðu hans lauk.

Blatter hélt sína ræðu á frönsku og þar talaði hann um að hann væri látinn bera ábyrgð á öllu sem væri í ólagi innan FIFA. Það þyrfti að gera við hreyfinguna og vinna við það ætti að hefjast strax á morgun, hann gæti ekki unnið þá vinnu einn og óskaði eftir aðstoð allra. Bylting væri óþarfi.

Blatter sem er 79 ára hefur verið forseti FIFA síðan 1998 en hann segir að komandi kjörtímabil verði hans síðasta. Hann er kjörinn til fjögurra ára í senn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner