Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. maí 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Van Basten: Memphis með sérstaka hæfileika
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Getty Images
Fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn Marco van Basten segir að Memphis Depay sé með sérstaka hæfileika.

Hinn 21 árs gamli Memphis gengur í raðir Manchester United í sumar en Van Basten þekkir vel til hans síðan í hollenska boltanum. Van Basten segir að Depay sé öflugri en aðrir ungir leikmenn frá Hollandi.

„Hann er með sérstaka hæfileika. Hann er betri en hinir. Hann er mjög góður leikmaður. Hann er ung stjarna sem hefur sínar eigin hugmyndir og ég tel að það sé gott fyrir leikmenn," sagði Van Basten.

,Hann er strákur sem vill læra og hann er í góðum höndum hjá Louis van Gaal eftir að hafa unnið með honum á HM í fyrra."

„Hann þarf núna að sanna að hann geti líka spilað vel á Englandi. Ég veit ekki hvort það gerist fljótlega og á fyrsta árinu en hann hefur hæfileikana til að slá í gegn á Englandi."

Athugasemdir
banner
banner