Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 29. maí 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnþór Ingi: Óli Þórðar var alltaf að drulla yfir mig
Arnþór Ingi hefur byrjað tímabilið af krafti
Arnþór Ingi hefur byrjað tímabilið af krafti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkings R., átti mjög flottan leik í fyrsta sigri liðsins í sumar. Liðið hafði þá betur gegn ÍBV út í Eyjum, 3-0 og skoraði Arnþór Ingi eitt markannna.

Hann hefur ef svo má segja skotist fram á sjónarsviðið á þessu og síðasta tímabili, en hann er uppalinn á Skaganum. Hann hætti í fótbolta þegar hann var tvítugur, en byrjaði stuttu síðar að spila með Hamri.

„Ég er alinn upp á Skaganum og ég á nokkra leiki með ÍA í 1. deildinni. Þegar ég er tvítugur þá hætti ég í fótbolta í smástund, en ég náði ekki að hætta mikið lengur en í fimm, sex mánuði. Ég byrjaði þá aðeins að sprikla með Hamri og það byrjaði bara að ganga ágætlega. Út frá því fæ ég svo skólastyrk í Bandaríkjunum og svo eitt sumarið hitti ég Óla Þórðar og hann var eitthvað að drulla yfir mig fyrir að hafa hætt í fótbolta og sagði að ég hefði getað náð langt. Þá sagði ég bara við hann, fyrst ég er svona góður, fáðu mig þá bara Víkíng og næst þegar glugginn opnaði þá skeði það," sagði Arnþór samtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu.

Næsti leikur Víkinga er gegn uppeldisfélagi Arnþórs, ÍA og morgun. Hann segist spenntur fyrir leiknum.

„Það er alltaf gaman að fá að keppa við Skagamenn og þeir eru með hörkulið. Svo skemmir ekki fyrir að maður þekkir nánast alla í liðinu, annað hvort eru þetta frændur manns eða bestu vinir."

Víkingar hafa ekki farið sérstaklega vel af stað í deildinni, en Arnþór Ingi er þó bjartsýnn á framhaldið.

„Við ætlum að rífa okkur í gang, raða inn stigum og rífa okkur upp töfluna. Það eru bara allir sammála um það í klefanum og það verður bara að byrja í Eyjum og halda áfram á morgun."

Viðtalið í heild sinni má hlusta í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner