Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. maí 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diarra þarf að borga fyrrum félagi sínu 10 milljónir evra
Lassana Diarra í baráttu við Thomas Muller
Lassana Diarra í baráttu við Thomas Muller
Mynd: Getty Images
Franska miðjumanninum Lassana Diarra hefur verið skipað að borga fyrrum félagi sínu, Lokomotiv Moskvu, 10 milljónir evra.

Diarra var ekki lengi í myndinni hjá Lokomotiv og ákvað því að taka málin í sínar hendur. Hann hætti að mæta á æfingar og var eftir það rekinn frá félaginu.

„Ég mun taka þessari stöðu eins og ég hef alltaf gert," sagði Diarra.

Diarra fékk 15 mánaða bann eftir að hafa yfirgefið Lokomotiv, en hann leikur nú með Marseille í heimalandinu og er á leið með Frökkum á EM.

Diarra greindi sjálfur frá sektinni á Twitter í gær og þakkaði þá fyrir stuðninginn í gegnum erfiða tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner