Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 29. maí 2016 21:39
Matthías Freyr Matthíasson
Gulli Jóns: Ég bíð afar spenntur eftir að sjá þetta atvik í sjónvarpinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já vissulega mjög súrt. Markið kemur í blálokin og maður var farinn að sjá fyrir sér að við gætum náð góðu stigi á útivelli en því miður. Það kemur þarna þriðja markið sem gerir það að verkum að við töpum". sagði svekktur Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA sem töpuðu fyrir Víking R. með marki á lokamínútu leiksins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 ÍA

„Þetta var mikið bingó bara fyrstu fimm mínúturnar. Við byrjuðum þetta frábærlega, er reyndar mjög ósáttur við þetta mark sem við fáum á okkur en það var frábært að svara strax 1-2 og mér fannst leikurinn fram að hálfleik spilast nokkuð vel fyrir okkur.

Við komum inn í hálfleikinn nokkuð sáttir og ætluðum að halda þessu en því miður að þá ná þeir betri völdum í seinni hálfleik og þrátt fyrir að við svörum með tveimur skiptingum sem mér fannst breyta hollningunni að þá sköpuðum við okkur ekki alveg nóg til að setja þriðja markið og það var þess vegna mjög sárt að þeir skildu gera það.

Stig í dag hefði verið mjög gott stig á erfiðum útivelli. En við þurfum að járna okkur undir stórleik í fallbaráttunni eins og þú kallar það á móti Þrótti næst"


Það var talað um að ÍA hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hvernig horfði það við þér?

„Ég verð því miður að viðurkenna að ég sá það ekki nógu vel. Ég bíð afar spenntur eftir að sjá þetta atvik í sjónvarpinu"
Athugasemdir
banner