banner
   sun 29. maí 2016 15:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Inkasso: Þór fór illa með Hauka - Fram með fyrsta sigurinn
Gunnar Örvar skoraði tvö mörk í dag.
Gunnar Örvar skoraði tvö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveimur leikjum var að ljúka í Inkasso deildinni.

Haukar fóru í ferðalag til Akureyrar og máttu þola 4-2 tap, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Elton Barros sá til þess eftir tæplega korter.

Þórsarar voru hins vegar búnir að snúa dæminu við fyrir hlé en Jónas Björgvin Sigurbergsson og Gunnar Örvar Stefánsson sáu til þess. Þeir bætu svo við tveim mörkum til viðbótar í seinni hálfleik áður en Aron Jóhannsson lagaði stöðuna fyrir gestina með víti undir lokin.

Fram vann síðan sinn fyrsta sigur í deildinni en þeir unnu þá Huginn, 0-1 á Seyðisfirði. Króatinn Ivan Bubalo hefur verið flottur í undanförnum leikjum og sá hann um að gera eina markið.

Þór 4 - 2 Haukar
0-1 Elton Renato Livramento Barros ('14)
1-1 Jónas Björgvin Sigurbergsson ('37)
2-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('45)
3-1 Gauti Gautason ('49)
4-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('68)
4-2 Aron Jóhannsson ('80, víti)


Huginn 0 - 1 Fram
0-1 Ivan Bubalo ('12)
Athugasemdir
banner
banner
banner