Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. maí 2016 15:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
James vill vera áfram hjá Real
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez vill vera áfram hjá Real Madrid í mörg ár, þrátt fyrir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu.

Kólombíumaðurinn var allan tíman á bekknum hjá liðinu er það tryggði sér Evrópumeistaratitillinn í gær, með sigri á Atletico.

James byrjaði aðeins 21 leik fyrir Real á leiktíðinni en Zinedine Zidane var hrifnari af því að spila Casemiro í varnarsinnaðra hlutverki.

„Tímabilið var svolítið furðulegt en þegar þú lendir í einhverju slæmu, þá verðuru að læra."

„Maður veit aldrei í fótbolta en mig langar að vera áfram hérna í mörg ár. Ég er ánægður hérna og allt fólkið mitt er ánægt. Þetta er tilvalinn klúbbur fyrir mig," sagði James.
Athugasemdir
banner
banner