Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. maí 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maldini: Ítalskur fótbolti þarf að byrja upp á nýtt
Maldini er goðsögn hjá AC Milan
Maldini er goðsögn hjá AC Milan
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, ein mesta hetja í sögu AC Milan, segist vera vonsvikinn með fall ítalska fótboltans, en á meðan Ítalía hefur verið á mikilli niðurleið hefur leið Spánar legið upp.

Aðeins eitt ítalskt úrvalsdeildarlið hefur komist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðan Inter vann keppnina árið 2010, en á meðan hefur spænska liðið Sevilla til að mynda unnið Evrópudeildina þrjú ár í röð.

Til að bæta við það þá hefur ítalska landsliðið verið slegið úr leik í riðlakeppninni á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum,

„Ítalskur fótbolti þarf að byrja aftur upp á nýtt. Sem þjóð erum við enn að leita að auðkenni," sagði Maldini.

„Þú getur séð það bæði í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Spænsku liðin eru á öðru stigi, einkum hvað varðar tækni og tæknilega hæfileika."
Athugasemdir
banner
banner
banner