banner
   sun 29. maí 2016 18:29
Arnar Geir Halldórsson
Myndband: Hallur fékk rautt fyrir að slá Eyjamann í punginn
Hallur Hallsson
Hallur Hallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir leikur Þróttar og ÍBV í Pepsi deild karla þar sem Eyjamenn leiða með einu marki gegn engu þegar þessi frétt er skrifuð.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið hjá Þóroddi Hjaltalín, dómara leiksins.

Fjórði dómarinn Hjalti Þór Halldórsson eða aðstoðardómararnir Oddur Helgi Guðmundsson og Eðvarð Eðvarsson hafa líklega átt dóminn þar sem Þóroddur virtist ekki sjá atvikið sjálfur. Talsverð reikistefna var áður en rauða spaldið fór á loft og mikil læti við varamannaskýlið þar sem þjálfarar beggja liða létu í sér heyra.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu umdeilda atviki. Rautt spjald eða ekki?

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu

Sjá einnig:
Myndband: Hallur fékk rautt fyrir að slá Eyjamann í punginn
Gregg: Versta frammistaða sem ég hef séð hjá dómara
Hallur Hallsson: Þetta var ekki högg í pung
Mikkel Maigaard: Hann sló mig í djásnið
Athugasemdir
banner
banner