Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 29. maí 2016 20:40
Arnar Geir Halldórsson
Noregur: Elías Már skoraði í Íslendingaslag
Elías Már Ómarsson
Elías Már Ómarsson
Mynd: Getty Images
Álasund 2-2 Valerenga
1-0 Edwin Gyasi (´12)
1-1 Elías Már Ómarsson (´71)
2-1 Edwin Gyasi (´83)
2-2 Kjetil Waehler (´88)

Þrír Íslendingar komu við sögu í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni þegar Álasund fékk Valerenga í heimsókn.

Aron Elís Þrándarsson var í byrjunarliði heimamanna og lék fyrsta klukkutímann. Daníel Leó Grétarsson hóf leik á bekknum hjá Álasund en kom inná í leikhléi.

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn fyrir gestina og hann jafnaði metin í 1-1 á 71.mínútu. Leiknum lauk svo með 2-2 jafntefli eftir æsilegar lokamínútur.
Athugasemdir
banner