Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. maí 2016 14:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Simeone: Enginn man eftir liðinu sem lenti í öðru sæti
Diego Simeone í leiknum í gærkvöldi.
Diego Simeone í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone segir það hafa verið klúður að tapa á móti Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið en vítaspyrnukeppni þurfti til að skilja liðin af eftir að leikurinn fór 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Þetta var í annað skipti á þrem árum sem Real vinnur Atletico í úrslitum en þetta var í 11. skipti sem þeir verða Evrópumeistarar.

Simeone var pirraður í leiksloks og sagði að enginn muni eftir þeim sem lenda í öðru sæti.

„Að tapa tveim úrslitaleikjum er klúður. Við verðum að fara heim og huga að sárum okkar. Ég veit ekki hvaða tap var verst. Það sem virkilega særir mig er að fólk borgaði til að komast hingað."

„Ég tek þetta að ákveðnu leiti á mig. Ég gat ekki gefið stuðningsmönnum það sem þeir vildu og það særir mig en enginn man eftir liðinu sem lendir í öðru sæti."

„Ég óska Real til hamingju, enn og aftur voru þeir betri en við og núna í vítaspyrnukeppni," sagði Simeone.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner