sun 29. maí 2016 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simeone íhugar framtíð sína hjá Atletico
Diego Simeone
Diego Simeone
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, viðurkennir það að hann sé að íhuga framtíð sína hjá félaginu eftir tap gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni og þar hafði Real vinninginn. Simeone hefur komið Atletico tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í bæði skiptin hefur leikurinn tapast á móti Real Madrid. Hann segir erfitt að taka þessu eftir að hafa gefið allt í þessa leiki.

„Þetta er augnablik núna fyrir mig til að hugsa um hluti," sagði Simeone eftir leikinn.

„Þegar þú gefur allt í þetta og það er ekki nóg þá er það erfitt."

„Þetta hafa verið þrjú stórkostleg ár, en ég er ekki ánægður í kvöld. Ég veit ekki hvort særir meira, þessi úrslitaleikur eða sá síðasti."

Athugasemdir
banner
banner