Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir í dag - Mótherjar Íslands eiga leik
Ronaldo verður einn af mótherjum Íslands í Frakklandi.
Ronaldo verður einn af mótherjum Íslands í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er komin í sumarfrí og landsleikir eru farnir að taka við. Evrópumótið er í Frakklandi í sumar og styttist óðum í það og því eru landslið farin að undirbúa sig með vináttulandsleikjum.

Nokkrir svoleiðis fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með nokkrum af þeim liðum sem munu spila á EM í sumar.

Fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 15:30 og er það leikur Albaníu og Katar, en Albanir eru líkt og Íslendingar að fara á sitt fyrsta stórmót. Heimsmeistarar Þýskalands mæta Slóvökum og stuttu eftir að sá leikur fer af stað hefst leikur Spánverja og Bosníu og Hersegóvóvínu.

Eftir það er smá hlé þangað til næstu leikir hefjast, en næstu leikir eru meðal annars leikir Rúmeníu og Úkraínu, Tyrklands og Svartfjallalands og Ítalíu og Skotlands. Rúmenía, Úkraína, Tyrkland og Ítalía munu öll spila á EM í sumar.

Lokaleikur dagsins er svo leikur Portúgal og Norðmanna, en aðalsjónir okkar Íslendinga munu líklega beinast að þeim leik. Portúgalar eru með Íslendingum í riðli á EM og mætum við þeim í fyrsta leik þann 14. júní næstkomandi.

Leikir dagsins:

15:30 Albanía - Katar
15:45 Þýskaland - Slóvakía
16:00 Spánn - Bosnía og Hersegóvína
17:30 Rúmenía - Úkraína
17:45 Tyrkland - Svartfjallaland
18:45 Ítalía - Skotland
19:45 Portúgal - Noregur
Athugasemdir
banner
banner
banner