Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. maí 2016 13:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Zidane: Jafn gott og að vera Heimsmeistari
Zidane með bikarinn góða.
Zidane með bikarinn góða.
Mynd: Getty Images
Þjálfari Evrópumeistara Real Madrid, Zinedine Zidane segir það jafn mikið afrek að vinna Meistaradeildina eins og það var að verða Heimsmeistari.

Real vann sinn 11. Evróputitil með sigri á grönnum sínum í Atletico en vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið úr sinni spyrnu en leikurinn endaði 1-1 í venjulegum leiktíma og eftir framlengingu.

Zidane tók við liðinu í janúar en hann hefur nú unnið Meistaradeildina sem leikmaður og þjálfari.

„Að verða Evrópumeistari er eins gott og að verða Heimsmeistari," sagði Frakkinn sem varð heimsmeistari með landi sínu árið 1998 á heimavelli.

„Eftir alla vinnuna sem við lögðum í þetta, er ég mjög stoltur. Við gerðum þetta frábærlega. Ég er ánægður með að hafa verið partur af þessu frábæra liði í langan tíma."

„Þegar þú ert með leikmenn eins og við þá muntu afreka hluti eins og við gerðum í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner