Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. maí 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Assou-Ekotto ekki í klámbransann - Harry var að grínast
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Birmingham City, hefur áhuga á Benoit Assou-Ekotto og sagði í viðtali á dögunum að vinstri bakvörðurinn væri ófáanlegur því hann væri byrjaður að leika í klámi.

Ekotto segir orð Redknapp hafa verið sögð í gríni, en bakvörðurinn frá Kamerún hefur í kjölfarið fengið nokkur tilboð um að leika í klámi.

Ekotto er frjáls ferða sinna eftir að hafa leikið fyrir franska félagið Metz á síðasta tímabili, en þessi 33 ára bakvörður á líklega ekki mörg ár eftir í atvinnumennskunni.

Redknapp hefur þjálfað varnarmanninn bæði hjá Tottenham og QPR í fortíðinni og sagði í viðtali að „eini vandinn er að hann ætlar að hætta í fótbolta til að byrja að leika í klámmyndum."

Ekotto segist hafa átt vandræðalegt samtal við móður sína um ummæli stjórans sem fóru um netheima eins og eldur um sinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner