mán 29. maí 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur í Garðabæ
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Það eru fjórir leikir á dagskrá í Pepsi-deild kvenna þar sem Þór/KA heimsælir Stjörnuna í toppslag.

Viðureign Akureyringa og Garðbæinga verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tvö stig skilja liðin að á toppnum, þar sem Þór/KA er í efsta sæti með fullt hús stiga, en Stjarnan gerði jafntefli við ÍBV í þriðju umferð.

ÍBV fær Breiðablik í heimsókn í fjörugum leik í Vestmannaeyjum og þá eigast Grindavík og FH við.

Haukar mæta svo Valsörum í Hafnarfirði í lokaleik dagsins, en Haukar eru aðeins með eitt stig á botni deildarinnar á meðan Valskonur eru búnar að vinna þrjá og tapa þremur.

Pepsi-deild kvenna:
18:00 Stjarnan - Þór/KA (Stöð 2 Sport - Stjörnuvöllur)
18:00 ÍBV - Breiðablik (Hásteinsvöllur)
19:15 Grindavík - FH (Grindavíkurvöllur)
19:15 Haukar - Valur (Gaman ferða völlurinn)

4. deild - C riðill:
20:00 Ýmir - Léttir (Versalavöllur)
20:00 Hrunamenn - Úlfarnir (Flúðavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner