Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   lau 29. júní 2013 20:01
Fótbolti.net
Óli Þórðar: Verðum að vinna nokkur stríð áður en við förum upp
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Þetta var fínn vinnusigur og hafðist hægt og rólega þegar leið á seinni hálfleikinn," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings Reykjavíkur eftir 0-2 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag.

,,Þetta var mjög jafn leikur í fyrri hálfleik en svo eftir því sem mínúturnar liðu í seinni tókum við meira og meira yfir og kláruðum þetta nokkkuð vel."

Víkingur fékk vítaspyrnu sem fyrra mark þeirra kom úr en hana dæmdi Kristinn Jakobsson þrátt fyrir að brotið hafi virst vera tveimur metrum fyrir utan vítateig. Ólafur kvartaði undan einelti dómara í sinn garð eftir síðasta leik en telur hann að væl í fjölmiðlum hafi hjálpað honum í dag?

,,Nei ég gat ekki séð það í byrjun þegar Viktor slapp einn í gegn og markmaðurinn tók hann niður," svaraði Ólafur.

,,Við unnum bara vel fyrir þessu, ég gat ekki betur séð. Kláruðum færin okkar vel og fengum ekki á okkur mark, það var það sem við lögðum upp með."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en liðið fór í 2. sæti 1.deildarinnar í dag.

,,Þetta er bara hver slagurinn á fætur öðrum, það virðast allir geta unnið alla. Það er lykilatriðið að halda haus í þesu og halda áfram að vera góðir í því sem við erum að gera. Ef það tekst þá erum við í ágætis málum," sagði hann en ætlar hann ekki með liðið upp?

,,Það er stefnan en það kemur ekki í ljós fyrr en í september. við verðum að vinna nokkur stríð áður en það gerist."
Athugasemdir
banner
banner