mán 29. júní 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Aron vill spila í MLS-deildinni á hátindi ferilsins
Aron á vellinum.
Aron á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar, segist vilja spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum á næstu árum.

Hinn 24 ára gamli Aron hefur leikið með landsliði Bandaríkjanna síðan árið 2013 og hann vill spila í MLS-deildinni þegar hann verður á hátindi ferilsins.

„Klárlega. Ég hef sagt það oft og ég vona bara að tækifærið komi," sagði Aron.

„Ég vil spila í MLS deildinni þegar ég verð á hátindi ferilsins því að ég vil ekki fara þangað þegar ég verð of gamall og væntingarnar verða það miklar að ég get ekki höndlað þær."

„Ég vil spila í Bandaríkjunum þegar ég er upp á mitt besta og sýna fólki þar hversu góður ég er."

Athugasemdir
banner
banner
banner