mán 29. júní 2015 13:04
Elvar Geir Magnússon
Formaður ÍBV: Þurfum að bregðast við ef þetta dregst
Jóhannes Harðarson með Tryggva Guðmundsson við hlið sér á hliðarlínunni.
Jóhannes Harðarson með Tryggva Guðmundsson við hlið sér á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson var í morgun rekinn sem aðstoðarþjálfari ÍBV en í viðtali sem birtist fyrr í dag sagðist hann bálreiður út í sjálfan sig fyrir brot í starfi.

Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, er í fríi af persónulegum ástæðum og stýrði Ingi Sigurðsson liðinu í gær. Hann mun einnig stýra ÍBV í bikarleik gegn Fylki um komandi helgi.

Við heyrðum í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV.

Hvað gerið þið í kjölfarið á því að Tryggvi er farinn?
Við fáum eitthvað að vita í dag eða á morgun varðandi gang mála hjá Jóhannesi. Við ætlum að sjá til þangað til.

Verður Ingi með liðið þangað til Jóhannes kemur aftur?
Hann verður með liðið í bikarleiknum en hann er í annarri vinnu líka. Við þurfum að gera eitthvað ef þetta fer að dragast hjá Jóa. Það er bara svoleiðis. Við erum bara að líta í kringum okkur með nýjan aðstoðarþjálfara..

Hvað viltu segja um þetta leiðindamál sem kemur upp?
Ég vil ekki ræða það neitt frekar.

Teljið þið að þið hafið gert mistök í samskiptum ykkar við fjölmiðla í gær?
Við vorum bara að funda með Tryggva í morgun og klára málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner