Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2015 14:02
Magnús Már Einarsson
Hiddink hættir með Holland - Nýr þjálfari gegn Íslendingum
Guus Hiddink.
Guus Hiddink.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guus Hiddink mun hætta sem þjálfari hollenska landsliðsins í dag eða á morgun samkvæmt fréttum þar í landi.

Hiddink tók við hollenska landsliðinu af Louis van Gaal eftir HM í fyrra.

Hollendingum hefur ekki vegnað vel í undankeppni EM en þeir eru í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir toppliði Íslands.

Næsti leikur Hollands er einmitt gegn Íslandi þann 3. september næstkomandi.

Líklegt er að Danny Blind taki við starfinu af Hiddink en hann hefur verið aðstoðarmaður hans.

Blind átti að taka við af Hiddink eftir EM á næsta ári en nú er útlit fyrir að hann taki fyrr við starfinu.
Athugasemdir
banner
banner