Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2015 14:07
Magnús Már Einarsson
Kári Árna til Malmö (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Malmö hefur keypt landsliðsmanninn Kára Árnason frá Rotherham. Samningurinn gildir til ársins 2017.

„Ég vil spila með Malmö FF því að þetta er stærsta félagið í Skandinavíu og þegar þessi möguleiki kom upp var ég mjög ánægður," sagði Kári við vef Malmö.

Kári hefur áður spilað í Svíþjóð en hann lék með Djurgarden frá 2004 til 2006 þar sem hann varð meðal annars tvöfaldur meistari árið 2005.

Kári gekk til liðs við Rotherham árið 2012 og hjálpaði liðinu að komast upp um tvær deildir og í Championship deildina.

„Fyrir hönd allra hjá Rotherham þá vil ég óska Kára alls hins besta bæði hjá Malmö og með íslenska landsliðinu," sagði Steve Evans stjóri Rotherham.

Hinn 32 ára gamli Kári hefur einnig verið fastamaður í vörn íslenska landsliðsins undanfarin ár.

Malmö er í 4. sæti í sænsku úrvalsdeildinni eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner