Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júní 2015 21:09
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-kvenna: Óvænt jafntefli á Selfossi - Berglind með þrennu
Berglind Björg skoraði þrennu í kvöld.
Berglind Björg skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Selfoss missti tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið gerði óvænt 1-1 jafntefli við nýliða KR á heimavelli.

KR-stúlkur leiddu leikinn lengi vel eftir að Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði á 20. mínútu. Heimastúlkur sóttu hinsvegar stíft eftir það en markið lét bíða eftir sér.

Það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem Selfoss tókst að jafna. Markið skoraði Magdalena Anna Reimus. Selfoss sótti áfram stíft eftir að hafa jafnað en tókst ekki að skora sigurmarkið. Stigið kom Selfossi þó aftur upp fyrir Stjörnuna og í 2. sætið, tímabundið hið minnsta.

Í Árbænum vann Fylkir síðan auðveldan 4-0 sigur á botnliði Aftureldingar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu í leiknum auk þess sem Sandra Sif Magnúsdóttir gerði eitt.

Fylkir hefur nú sjö stig í 7. sæti og var þetta annar sigur liðsins í sumar.

Selfoss 1 - 1 KR
0-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('2, misnotað víti)
0-1 Hulda Ósk Jónsdóttir ('20)
1-1 Magdalena Anna Reimus ('77)

Fylkir 4 - 0 Afturelding
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('42, víti)
2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('69)
3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('74)
4-0 Sandra Sif Magnúsdóttir ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner