Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. júní 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Sebastian Coates að ganga í raðir Sunderland
Sebastian Coates.
Sebastian Coates.
Mynd: Sunderland
Sunderland er að kaupa varnarmanninn Sebastian Coates frá Liverpool.

Kaupverðið er talið vera í kringum tvær milljónir punda en Coates á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool.

Coates var í láni hjá Sunderland á síðasta tímabili og þekkir því til á Norður-Englandi.

Coates var úti í kuldanum lengi vel hjá Sunderland á síðasta tímabili en hann spilaði síðustu sex leiki tímabilsins og hjálpaði til við að bjarga liðinu frá falli.

Dick Advocaat, stjóri Sunderland, vill því fá Coates aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner