Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. júní 2015 14:59
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Már líklega í Breiðablik
Þorsteinn fagnar sigurmarki sínu gegn Leikni í gærkvöldi.
Þorsteinn fagnar sigurmarki sínu gegn Leikni í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, er líklega á leið í Breiðablik samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þorsteinn Már er á förum frá KR í júlí en hann er með klásúlu um að mega fara þar sem hann hefur ekki uppfyllt ákveðinn fjölda af spiluðum mínútum.

Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti við Fótbolta.net í dag að félagið hefði áhuga á að fá Þorstein í sínar raðir en hann vildi ekki staðfesta að samkomulag væri í höfn.

„Við stefnum á að styrkja hópinn í glugganum og það er ekkert leyndarmál að við viljum fá Þorstein en það er ekkert frágengið," sagði Arnar.

Breiðablik ætlar að styrkja leikmannahóp sinn í júlí og þá sérstaklega sóknarleikinn.

Þorsteinn Már skoraði sigurmark KR gegn Leikni í Pepsi-deildinni í gærkvöldi eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Í sumar hefur Þorsteinn skorað þrjú mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að hafa verið talsvert á bekknum.

Hinn 25 ára gamli Þorsteinn kom til KR frá Víkingi Ólafsvík árið 2010 en í fyrra lék hann síðari hluta sumars á láni hjá sínu gamla félagi.
Athugasemdir
banner
banner