Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. júní 2015 12:38
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Tryggvi Guðmunds: Bálreiður út í sjálfan mig
„Ég þarf að hugsa betur um mig"
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil eftirsjá að sjálfsögðu. Ég er bálreiður út í sjálfan mig," segir Tryggvi Guðmundsson sem hefur verið rekinn sem aðstoðarþjálfari ÍBV.

Tryggvi mætti undir áhrifum áfengis á æfingu ÍBV á laugardaginn og stýrði liðinu ekki gegn Breiðabliki í gær. Hann átti að stýra liðinu ásamt Inga Sigurðssyni í fjarveru Jóhannesar Harðarsonar.

„Mér finnst þetta leiðinlegt gagnvart liðinu og öllum þeim sem sýndu mér traustið," segir Tryggvi sem veit upp á sig sökina.

„Þetta gerðist á laugardaginn en atburðarásin í kringum leikinn í gær var bara þannig að ég leyfði strákunum algjörlega að einbeita sér að leiknum án þess að ég væri til staðar. Það gerðu strákarnir með mikilli snilld. Þetta var mjög góður sigur gegn liði sem hefur verið á mikilli siglingu."

En hvað ætlar Tryggvi að gera í kjölfarið á þessu?

„Satt best að segja veit ég það ekki. Ég mun halda áfram að vera hér í Vestmannaeyjum. Ég ætla aðeins að melta þetta."

Telur hann sig ekki hafa fullt fram að færa í fótboltanum ennþá?

„Já já, ég tel mig að sjálfsögðu hafa það. En þá þarf ég að sjálfsögðu að vera sjálfur í standi. Ég þarf að hugsa betur um sjálfan mig og get ekki leyft mér þetta kæruleysi," segir Tryggvi sem ætlar að taka til hjá sjálfum sér.

ÍBV er í ellefta sæti eftir 2-0 sigurinn gegn Breiðabliki í gær en liðið mætir ÍA í fallbaráttuslag í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner