mið 29. júní 2016 09:16
Magnús Már Einarsson
Ætlar að synda í kringum Ísland ef Frakkar tapa
Icelandair
Mynd: Getty Images
Franski sundmaðurinn Yannick Agnel hefur lofað því að synda í kringum Ísland ef að Frakkar tapa gegn Íslendingum í 8-liða úrslitunum á EM á sunnudag.

Agnel birti færslu á Twitter þar sem hann lofaði að taka sundið í kringum Ísland ef Frakkar tapar. Agnel hefur enga trú á að landar sínir séu að fara að tapa gegn Íslandi.

Robert Laul, frá Aftonbladet í Svíþjóð, spurði Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara út í ummælin í dag og hvort hann myndi mæla með sundi í kringum Ísland.

„Ég myndi ekki mæla með því," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Ég bý á Eyju við Ísland og það tekur þrjá tíma að fara í ferju upp á land þaðan."




Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner