mið 29. júní 2016 11:13
Magnús Már Einarsson
Frakkar án fimm miðvarða - Byrjar nýliði gegn Íslandi?
Icelandair
Samuel Umtiti.
Samuel Umtiti.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að Samuel Umtiti, varnarmaður Lyon, verði í byrjunarliði Frakka gegn Íslandi á sunnudag.

Adil Rami, miðvörður Sevilla, er í banni og líklegast þykir að Umtiti taki stöðu hans. Umtiti á engan landsleik að baki en hann kom óvænt inn í EM hóp Frakka fyrir mót.

Varnarmennirnir Raphael Varane, Jeremy Mathieu og Kurt Zouma gátu ekki verið með á EM vegna meiðsla auk þess sem Mamadou Sakho, leikmaður Liverpool, féll á lyjfaprófi fyrr á árinu.

Fjarvera Rami þýðir að Umtiti fær stórt tækifæri gegn Íslandi á sunnudag en franskir fjölmiðlar telja líklegra að hann byrji heldur en Eliaquim Mangala leikmaður Manchester City. Umtiti mun þá leika við hlið Laurent Koscielny í hjarta varnarinnar.

Umtiti er 22 ára gamall en hann hefur verið orðaður við Barcelona að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner