Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júní 2016 11:14
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Heimir: Austurríki reyndi mikið meira á okkur en England
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson voru á fréttamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag.

Roy Hodgson, þjálfari Englands fékk mikla gagnrýni í enskum fjölmiðlum eftir leikinn gegn Íslandi og voru margir á því að hann hafi sett enska liðið kolvitlaust upp. Heimir var spurður út í þau ummæli, enska fjölmiðla.

Heimir segir liðið hafa lært mikið af leiknum við Austurríki og notað það í leiknum á móti Englandi.

„Við erum að sjálsögðu ekki að hugsa um hvað hann er að hugsa á meðan á leik stendur. Við erum að hugsa um hvernig leikurinn er að spilast og hvað við getum gert. Ég tekur undir það að í þessum leik, leið okkur mun betur en í leiknum á móti Austurríki."

„Austurríki lét reyna mikið meira á okkur og við lærðum af þeim leik, við náðum að færa okkur utar svo við vorum ekki alltaf að berjast við þá inni í teignum og miðað við hvað voru margir framherjar í liðinu þeirra, var það mjög gott. Þeir vilja vinna boltann inni í teig."

„Það er ekki professional að vera að ræða um einhvera aðra, við viljum bara einbeita okkur af okkur sjálfum, það er meira en nóg að hugsa um okkur. Við lærðum af Austurríkis leiknum, gerðum betur á móti Englandi og ætlum að gera ennþá betur á móti Frakklandi."

Hann hrósar liðinu fyrir að hafa komið svona vel til baka eftir að hafa lent undir snemma leiks.

„Það versta sem gat gerst í þessum leik var að fá mark af okkur strax og að geta svarað því strax var sálfræðilega rosalega mikilvægt. Það fór um okkur þegar við fengum á okkur mark í byrjun en það fór mikið meira um þá þegar við jöfnum og tala nú ekki um þegar við komumst yfir. Það var léttir."

Heimir og Lars voru eitursvalir þegar Ísland komst yfir í leiknum, sátu einfaldlega og brosttu og gáfu eina fimmu.

„Þetta var bara gaman, það var mikið eftir af leiknum og þetta var gaman á mómentinu, það var ekkert sérstakt á bakvið það," sagði Heimir.

Hér að neðan má sjá myndband af fögnuði þjálfaranna.




Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner