Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. júní 2016 09:35
Magnús Már Einarsson
Heimir: Þeir þurfa ekki að kaupa bjór á barnum í framtíðinni
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að leikmennirnir sem spiluðu leikinn gegn Englandi á mánudag verði hetjur í huga fólks það sem eftir er.

2-1 sigurinn á Englandi á mánudag fer í sögubækurnar en um er að ræða stærsta íþróttaafrekið í sögu Íslands.

„Að vinna England verður alltaf í huga fólks," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Þeir sem spiluðu þann leik verða hetjur í huga fólks það sem eftir er."

„Þegar þessir menn koma til Íslands þurfa ekki að kaupa bjór á barnum,"
sagði Heimir léttur en myndband af ummælunum má sjá hér að neðan.




Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner