mið 29. júní 2016 07:15
Magnús Már Einarsson
Hörður Björgvin á leið til Spánar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, er í ítölskum fjölmiðlum orðaður við lið Girona í spænsku B-deildinni.

Hörður er á mála hjá Juventus en hann hefur farið á lán undanfarin tímabil og gerir væntanlega slíkt hið sama næsta vetur.

Á síðasta tímabili var Hörður í láni hjá Cesena í ítölsku B-deildinni.

Hann gæti nú fært sig til Spánar til Girona sem endaði í 4. sæti í spænsku B-deildinni á síðasta tímabili.

Hörður er 23 ára gamall en hann er þessa stundina á EM í Frakklandi með íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner