Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júní 2016 19:14
Arnar Geir Halldórsson
Hulk til Kína (Staðfest) - Dýrasti leikmaður Kína
Hulk fékk góðar móttökur í Kína
Hulk fékk góðar móttökur í Kína
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Hulk er genginn til liðs við kínverska úrvalsdeildarliðið Shanghai SIPG.

Hulk kemur til kínverska liðsins frá rússneska stórliðinu Zenit St. Petersburg og borga Kínverjarnir tæplega 60 milljónir evra fyrir þennan 29 ára gamla markahrók.

Það er nóg til af peningum í kínverska fótboltanum og mun Hulk fá rúmar 20 milljónir evra í árslaun sem kemur honum á topp 10 yfir launahæstu knattspyrnumenn heims.

Hulk er þar með orðinn dýrasti leikmaður í sögu kínverska boltans en hann slær við landa sínum, Alex Teixeira, sem var keyptur til Jiangsu Suning frá Shakhtar Donetsk á 50 milljónir evra fyrr á þessu ári.

Shanghai SIPG er stýrt af Sven Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englands og með liðinu leikur annar leikmaður sem er í hópi launahæstu leikmanna heims, sóknarmaðurinn Asamoah Gyan.
Athugasemdir
banner
banner
banner