mið 29. júní 2016 07:29
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már eftirsóttur - Á leið til Sviss?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður GIF Sundsvall, er mjög eftirsóttur þessa dagana.

Samningur Rúnars við GIF Sundsvall rennur út í haust en svo gæti þó farið að hann sé nú þegar búinn að spila sinn síðasta leik með félaginu.

Mörg félög hafa sýnt Rúnari áhuga og þar á meðal er Grasshopper í Sviss en Sundsvalls Tidning greinir frá þessu.

Grasshopper endaði í 4. sæti í svissnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég get staðfest að það er áhugi á Rúnari og við erum í viðræðum en ég get ekki sagt við hvaða félög," sagði Urban Hagblom, yfirmaður íþróttamála hjá GIF Sundsvall.

Rúnar hefur skorað sex mörk í tólf leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann er í leikmannahópi íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner