Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 29. júní 2016 15:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Sænskur fréttamaður: Frökkum gæti liðið illa gegn Íslandi
Icelandair
Robert Laul í samtali við Fótbolta.net
Robert Laul í samtali við Fótbolta.net
Mynd: Fótbolti.net
Robert Laul er einn af virtustu íþróttafréttamönnum Svíþjóðar en hann skrifar fyrir Aftonbladet.

Við höfum áður spjallað við hann en það var eftir jafnteflið við Ungverja. Við spurðum hann hvað hafi breyst síðan þá.

„Ísland er búið að bæta sig mikið síðan þá, þeir eru að spila betri sóknarleik, með meira sjálfstraust og eru orðnir mikið betri í að halda boltanum innan liðsins. Það er mjög mikilvægt að síðasti leikurinn er besti leikur liðsins. Leikurinn gegn Englandi var langbesti leikur Íslands, hingað til í keppninni."

„Efir að Ísland komst í 2-1, fannst þeim þægilegt að verjast og þeir náðu lengri sóknum svo liðið og vörnin fékk tíma til að anda. Þeir fóru upp með boltann og náðu að halda honum nær marki andstæðingins og vörnin færði sig framar. Ég fann á mér þegar 30 mínútur voru eftir að Ísland myndi klára þetta"

Hann heldur svo sannarlega með Íslandi á móti Frökkunum og telur möguleikana til staðar.

„Ég fagna ekki en ég hef fylgt þessi liði lengi og ég ber tilfinningar til leikmannanna, þjálfara, fréttamanna og íslenska fólksins. Ég vona innilega að þið sláið Frakkana út líka."

„Ég held liðið hafi fínan séns, Frakkland hefur átt erfitt með að skora snemma í leikjum og nú mæta þeir Íslandi sem er mjög erfitt að brjóta niður og munu þeir ennþá notast við sömu taktík. Frökkum gæti liðið illa í þessum leik."

Hann segir að það geti hjálpað að pressan er öll á Frökkum, fyrir leikinn.

„Það er alltaf jávkætt, maður heyrir hvað leikmenn og þjálfarar segja, þeir halda áfram að tala um að pressan sé á Frökkum, það er erfitt að spila við það, meira að segja hjá góðu liði eins og Frakklandi og ef einhver verður ekki klár, verður hann stressaður."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner