Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júní 2016 12:41
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Malmö: Kári gæti fengið tilboð frá Englandi
Icelandair
Kári fagnar á EM.
Kári fagnar á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allan Kuhn, þjálfari Malmö, gæti séð Kára Árnason fá tilboð frá Englandi eftir frábæra frammistöðu með íslenska landsliðinu á EM.

Kári fór frá enska félaginu Rotherham til Malmö í fyrra. Frammistaða hans í síðasta leik gegn Englandi og á EM í heild gæti vakið áhuga hjá mörgum félögum.

„Það er góður möguleiki á að hann fái tilboð frá Englandi. Það verður að viðurkennast. Ég get ekki haft áhyggjur í mínu starfi. Ég hugsa þetta ekki þannig. Ég gleðst yfir frammistöðu Kára," sagði Kuhn.

Viðar Örn Kjartansson, liðsfélagi Kára hjá Malmö, gæti séð Kára fara aftur til Englands.

„Við höfum talað um þetta hér í búningsklefanum. Af hverju ekki? Hann er 33 ára en maður veit aldrei. Frammistaða hans á EM verðskuldar skipti í ensku úrvalsdeildina," sagði Viðar.

Malmö á leik við Örebro mánudaginn 11. júlí en afar ólíklegt er að Kári spili þar. Kuhn reiknar með að gefa varnarmanninum öfluga frí eftir EM, hvenær svo sem íslenska liðið detti úr leik.
Athugasemdir
banner
banner