Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júní 2016 14:39
Þorsteinn Haukur Harðarson
Vífilfell bauð Gunnleifi á leikinn - Þurfti að afþakka boðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að Hörður Magnússon sagði í sumarmessunni á Stöð2Sport á dögunum að KSÍ ætti að bjóða Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks, á leikinn gegn Frakklandi á sunnudag ákvað Vífilfell að bjóða markverðinum á leikinn. Gunnleifur þurfti að afþakka boðið.

Gunnleifur hefur verið fastamaður í landsliðshóp Íslands undanfarin ár en hann hlaut ekki náð fyrir augum Lars og Heimis þegar 23 manna hópurinn fyrir EM var tilkynntur.

Gunnleifur greindi frá því á Twitter í dag að Vífilfell hafi boðið honum og konunni hans út á leikinn. Hann segir ennfremur að hann hafi þurft að afþakka þar sem Breiðablik mætir ÍBV í Pepsideildinni sama dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner