Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. júní 2016 08:16
Magnús Már Einarsson
Vincenzo Montella nýr þjálfari AC Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Vincenco Montella hefur verið ráðinn þjálfari AC Milan en hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Montella tekur við af Cristian Brocchi sem kláraði tímabilið með AC Milan eftir að Sinisa Mihajlovic var rekinn í apríl.

Hinn 42 ára gamli Montella var síðast þjálfari Sampdoria.

Montella raðaði inn mörkum á ferli sínum með Roma en hann hefur einnig stýrt Catania og Fiorentina á þjálfaraferli sínum.

AC Milan endaði í 7. sæti í Serie A á síðasta tímabili en liðið tapaði einnig gegn Juventus í úrslitum ítalska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner