Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. júlí 2014 16:58
Magnús Már Einarsson
Áfrýjun FH hafnað - Doumbia í þriggja leikja bann
Kassim reynir að ná spjaldinu.
Kassim reynir að ná spjaldinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH áfrýjaði þriggja leikja banninu sem Kassim ,,the dream" Doumbia var úrskurðaður í á dögunum.

Doumbia fékk rauða spjaldið gegn Breiðabliki og brást illa við með því að reyna að taka spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara.

Doumbia var dæmdur í þriggja leikja bann og áfrýjunardómstóll KSÍ í síðustu viku.

FH kraftðist þess að hinn kærði úrskurður verði ómerktur en til vara að leikbann Doumbia yerði stytt úr 3 leikjum í 2 leikja bann. Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hins vegar staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar.

,,Ekkert fram komið í máli þessu, sem gefur tilefni til að efast um hæfi einstakra nefndarmanna í aga- og úrskurðarnefnd við meðferð málsins. Verður úrskurður nefndarinnar því ekki ógiltur," segir í úrskurði hjá áfrýjunardómstóli KSÍ.

,,Ekkert er heldur fram komið sem gefur tilefni til að milda leikbann það, sem aga- og úrskurðarnefnd ákvað. Hinn kærði úrskurður aga- og úrskurðarnefndar um þriggja leikja bann Kassim Doumbia er því staðfestur."
Athugasemdir
banner
banner