Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. júlí 2014 14:53
Magnús Már Einarsson
Björgólfur Takefusa í Þrótt (Staðfest)
Björgólfur fann sig ekki í Fram.
Björgólfur fann sig ekki í Fram.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Þróttur hefur fengið framherjann Björgólf Takefusa á láni frá Fram.

Björgólfur er uppalinn hjá Þrótti en hann lék síðast með liðinu árið 2003 þegar hann varð markakóngur í efstu deild.

Björgólfur er 34 ára gamall en hann gekk til liðs við Fram í vor og spilaði níu leiki með liðinu.

Fyrr í þessum mánuði fékk Björgólfur þau skilaboð frá formanni knattspyrnudeildar að Bjarni Guðjónsson þjálfari liðsins hefði ekki lengur not fyrir hann.

Björgólfur hefur samtals skorað 116 mörk í 262 leikjum á ferlinum en hann hefur einnig leikið með KR, Val, Fylki og Víkingi.

Björgólfur er kominn með leikheimild með Þrótti en hann gæti leikið með liðinu gegn Selfyssingum í 1. deildinni annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner