Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. júlí 2014 09:20
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Fellaini og Kagawa á förum frá Man Utd?
Powerade
Shinji Kagawa.
Shinji Kagawa.
Mynd: Getty Images
Verður Eto´o áfram í London?
Verður Eto´o áfram í London?
Mynd: Getty Images
Christian Benteke.
Christian Benteke.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, gæti verið á leið til Napoli en hann hefur rætt við félagið. (Daily Express)

United ætlar einnig að leyfa Shinji Kagawa að fara frá félaginu en Borussia Dortmund hefur áhuga á að fá hann aftur í sínar raðir. (Independent)

Chelsea gæti þurft að selja Petr Cech til PSG ef félagið nær ekki að losa sig við Fernando Torres og John Obi Mikel. (Daily Telegraph)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, vonast til að landa Serge Gnabry og Carl Jenkinson frá Arsenal. (Daily Star)

West Ham er nálægt því að krækja í Jenkinson á lánssamningi. (Daily Mirror)

Miguel Lopes, hægri bakvörður Sporting Lisabon, er á leið til Tottenham á láni. (Daily Mail)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið muni ekki gera aðra tilraun til að krækja í Loic Remy. (Daily Mirror)

Newcastle gæti reynt að fá Remy aftur á láni en hann skoraði 14 mörk í 26 leikjum með liðinu á síðasta tímabili. (Goal.com)

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, vill fá Victor Moses á láni frá Chelsea og þá ætlar hann að bjóða í Ki Sung-yueng leikmann Swansea. (Daily Telegraph)

West Ham býðst að fá Samuel Eto´o til að fylla skarð Andy Carroll sem er meiddur. Hinn 33 ára gamli Eto´o vill fá 100 þúsund pund í vikulaun. (Daily Mail)

Gary Medel vill fara frá Cardiff til Inter jafnvel þó að Galatasaray sé að bjóða meiri pening. (Daily Mirror)

Askhan Dejagah, kantmaður Fulham, er á leið til Al-Arabi í Katar á fimm milljónir punda. (Sun)

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Juventus, segir að félagið vilji halda Arturo Vidal. (Tuttosport)

Southampton er að íhuga tilboð í Marcos Rojo miðvörð Sporting Lisabon. (Le Figaro)

PSG hefur boðið Ezequiel Lavezzi til Atletico Madrid en Liverpool hefur sýnt leikmanninum áhuga. (AS)

Abou Diaby vonast til að geta sannað sig hjá Arsenal á þessu tímabili eftir að hafa 39 sinnum meiðst á tíma sínum hjá félaginu. (Independent)

Christian Benteke segist hafa grátið þegar ljóst var að hann myndi missa af HM vegna meiðsla á hásin. (Sun)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segist ekki ætla að taka þátt í sálfræðistríði við Jose Mourinho stjóra Chelsea. (Daily Express)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Daniel Sturridge sé tilbúinn að leiða sóknarlínu félagsins. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner