Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. júlí 2014 14:29
Magnús Már Einarsson
Garov og Ivanov í Víking R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur samið við búlgörsku leikmennina Ilyan Garov og Ventsislav Ivanov.

Báðir leikmennirnir eru komnir með leikheimild með Víkingi og geta því verið með liðinu gegn Keflavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins á morgun.

Garov er þrítugur sóknarmaður en Ivanov er 32 ára gamall varnarmaður.

Víkingar missa þrjá leikmenn í ágúst sem eru á leið út í háskólanám en það eru Halldór Smári Sigurðsson, Tómas Guðmundsson og Arnþór Ingi Kristinsson.

Liðsstyrkurinn er því kærkominn en auk þess að vera í undanúrslitum bikarsins þá sitja nýliðarnir í 3. sæti í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner